Alexis Morris var stigahæst hjá Grindavík þegar liðið vann stórsigur gegn nýliðum Hamars/Þórs í 4. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Hveragerði í gær. Leiknum lauk með 46 stiga sigri Grindavíkur, 97:51, en Morris skoraði 21 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar í leiknum
Sókn Bandaríkjakonan Alexis Morris var atkvæðamest hjá Grindavík þegar liðið heimsótti nýliða Hamars/Þórs í Hveragerði og skoraði 21 stig.
Sókn Bandaríkjakonan Alexis Morris var atkvæðamest hjá Grindavík þegar liðið heimsótti nýliða Hamars/Þórs í Hveragerði og skoraði 21 stig. — Ljósmynd/Egill Bjarni

Körfuboltinn

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Alexis Morris var stigahæst hjá Grindavík þegar liðið vann stórsigur gegn nýliðum Hamars/Þórs í 4. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Hveragerði í gær.

Leiknum lauk með 46 stiga sigri Grindavíkur, 97:51, en Morris skoraði 21 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar í leiknum.

Grindavík fer með sigrinum upp í 2. sæti deildarinnar í 4 stig en liðið hefur unnið tvo leiki og tapað tveimur í fyrstu fjórum umferðunum. Hamar/Þór er í 5. sætinu, einnig með 4 stig, en liðið hafði unnið tvo leiki í röð fyrir leik gærkvöldsins, gegn Aþenu og Þór frá Akureyri.

Grindavík byrjaði leikinn miklu betur og tókst nýliðunum aðeins að skora 9

...