Sjö svítur og sjötíu herbergi eru í nýju glæsihóteli sem nú er verið að reisa á Óseyrartanga í Ölfusi. Þetta er skammt frá Óseyrarbrú og veitingahúsinu Hafið bláa. Fyrirtækið Bláisandur ehf. stendur að þessu verkefni en áformað er að taka hótelið í notkun að ári
Framkvæmdir Frábært útsýni er frá hótelinu yfir Ölfusárósa og til fjalla.
Framkvæmdir Frábært útsýni er frá hótelinu yfir Ölfusárósa og til fjalla. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Sjö svítur og sjötíu herbergi eru í nýju glæsihóteli sem nú er verið að reisa á Óseyrartanga í Ölfusi. Þetta er skammt frá Óseyrarbrú og veitingahúsinu Hafið bláa. Fyrirtækið Bláisandur ehf. stendur að þessu verkefni en áformað er að taka hótelið í notkun að ári. Byggingin er úr forsteyptum einingum sem hafa verið reistar að hluta en á öðrum stað eru sökklar komnir. Þannig er uppbygging þessi tekin lið fyrir lið og gangurinn er góður, segir Arnar Már Kristinsson byggingarstjóri. Ýmsir

...