Mæðgurnar búa á Seltjarnarnesi og eru báðar áhugamanneskjur um bakstur og matargerð. Þótt Andrea sé einungis tólf ára er hún farin að baka sjálf og elskar fátt meira en að fá að taka þátt í eldhússtörfunum með móður sinni
Mæðgur Una Dögg Guðmundsdóttir og Andrea Líf deila sama áhugamáli, bakstri, og ætla að baka saman ógurlegar kræsingar fyrir hrekkjavökuna.
Mæðgur Una Dögg Guðmundsdóttir og Andrea Líf deila sama áhugamáli, bakstri, og ætla að baka saman ógurlegar kræsingar fyrir hrekkjavökuna. — Morgunblaðið/Eggert

Sjöfn Þórðardóttir

sjofn@mbl.is

Mæðgurnar búa á Seltjarnarnesi og eru báðar áhugamanneskjur um bakstur og matargerð. Þótt Andrea sé einungis tólf ára er hún farin að baka sjálf og elskar fátt meira en að fá að taka þátt í eldhússtörfunum með móður sinni.

Andrea smitaðist af bakstursbakteríunni

Hrekkjavakan er fram undan fimmtudaginn 31. október næstkomandi og margir eru byrjaðir að búa sig undir hrylling. Það hefur færst í vöxt að Íslendingar taki þátt í hrekkjavökunni með því að klæða sig upp, bjóða í hrekkjavökupartí með ógurlegum kræsingum og skera út grasker. Mæðgurnar eru byrjaðar að þróa sínar kræsingar.

„Ég hef verið að baka síðan ég man eftir mér og áhuginn aukist með hverju árinu. Ég held að Andrea mín hafi smitast af

...