Íslandsmeistarar Víkings úr Reykjavík mæta Cercle Brugge frá Belgíu í 2. umferð deildarkeppni Sambandsdeildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í dag klukkan 14.30. Víkingar töpuðu fyrir Omonia Nikósía, 4:0, í Nikósíu á Kýpur í 1
Þrenna Framherjinn Kévin Denkey skoraði þrennu í 1. umferðinni gegn St. Gallen en hann hefur skorað fimm mörk í 11 leikjum í belgísku A-deildinni.
Þrenna Framherjinn Kévin Denkey skoraði þrennu í 1. umferðinni gegn St. Gallen en hann hefur skorað fimm mörk í 11 leikjum í belgísku A-deildinni. — AFP/Kurt Desplenter

Sambandsdeildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Íslandsmeistarar Víkings úr Reykjavík mæta Cercle Brugge frá Belgíu í 2. umferð deildarkeppni Sambandsdeildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í dag klukkan 14.30.

Víkingar töpuðu fyrir Omonia Nikósía, 4:0, í Nikósíu á Kýpur í 1. umferðinni þar sem staðan var markalaus í hálfleik. Á sama tíma vann Cercle Brugge stórsigur gegn St. Gallen, 6:2, frá Sviss í Brugge í Belgíu. Framherjinn Kévin Denkey frá Tógó fór mikinn í þeim leik og skoraði þrennu og þá skoraði belgíski miðjumaðurinn Gari Jean Magnée tvívegis fyrir liðið.

Cercle Brugge hefur hins vegar ekki gengið vel í deildinni heima fyrir og er í 15. og næstneðsta sæti deildarinnar með

...