— AFP/Kawnat Haju

Átök Ísraelshers og hryðjuverkasamtakanna Hisbollah í Líbanon héldu áfram í gær og gerði herinn m.a. loftárásir á hina fornu hafnarborg Týros í suðurhluta landsins eftir að hafa sagt íbúum nokkurra hverfa borgarinnar að yfirgefa heimili sín.

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði í gær með æðstu ráðamönnum í Ísrael og sagði eftir þá fundi að nú væri „rétti tíminn“ til þess að semja um frið í átökunum, þar sem Ísrael hefði náð fram flestum markmiðum sínum í þeim. Blinken hélt svo heim á leið, en þetta var ellefta heimsókn hans til heimshlutans frá því að átökin hófust í fyrra.

Þá staðfestu talsmenn Hisbollah í gær að Ísraelsmenn hefðu náð að fella Hashem Safieddine, meintan arftaka Hassans Nasrallah, fyrrv. leiðtoga samtakanna, í loftárás á dögunum.