Það var þungt hljóðið í sumum félagsmönnum á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda (LS), sem fór fram í síðustu viku, vegna nýlegrar kvótasetningar stjórnvalda á grásleppu. Lögin tóku gildi 1. september síðastliðinn með þann megintilgang að tryggja …
Ný lög Kurr er meðal félagsmanna LS vegna breytingar á kvóta fyrir veiðar á grásleppu. Atvinnuveganefnd hafi ekki vandað nægilega til verka.
Ný lög Kurr er meðal félagsmanna LS vegna breytingar á kvóta fyrir veiðar á grásleppu. Atvinnuveganefnd hafi ekki vandað nægilega til verka. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Arinbjörn Rögnvaldsson

arir@mbl.is

Það var þungt hljóðið í sumum félagsmönnum á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda (LS), sem fór fram í síðustu viku, vegna nýlegrar kvótasetningar stjórnvalda á grásleppu.

Lögin tóku gildi 1. september síðastliðinn með þann megintilgang að tryggja sjálfbærar grásleppuveiðar sem þóttu ómarkvissar og ófyrirsjáanlegar, en þær höfðu áður verið háðar rétti til veiða samkvæmt leyfum frá Fiskistofu.

Andvígir breyttri veiðistýringu á grásleppu

Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS segir félagsmenn þó ekki almennt andvíga kvótakerfinu, en varðandi grásleppuna hafi LS mótmælt kvótasetningu enda engin ástæða til að leggja af veiðistjórn sem reynst hafi vel.

...