Sönghópurinn Kyrja verður með tónleika í Fríkirkjunni laugardaginn 26. október. Í Kyrju eru ellefu karlsöngvarar og áhersla er lögð á að sýna hið kunnuglega og klassíska í nýju ljósi. Gamansöm lög verða myrk, rafpopp verður að gregorískum sálmi og landslag breytist í tónlist. Á efnisskránni er tónlist eftir Björk, Sigur Rós, Jón Ásgeirsson, Bubba Morthens, Í svörtum fötum, Jórunni Viðar og Depeche Mode. Tónleikarnir eru í samstarfi við Óperudaga í Reykjavík.