Það er úrslitaleikur fram undan í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag þegar tvö langbestu lið landsins leiða saman hesta sína og allt er undir. Íslandsmótið gæti ráðist á smáatriði á síðustu sekúndunum, svona viljum við hafa þetta

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Það er úrslitaleikur fram undan í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag þegar tvö langbestu lið landsins leiða saman hesta sína og allt er undir. Íslandsmótið gæti ráðist á smáatriði á síðustu sekúndunum, svona viljum við hafa þetta.

Það er ekki annað hægt en að hrósa Víkingi úr Reykjavík og Breiðabliki og því sem þau hafa boðið okkur upp á undanfarin ár.

Breiðablik stakk af tímabilið 2022 og Víkingur í fyrra. Tímabil Breiðabliks var nær fullkomið fyrir tveimur árum og það sama má segja um tímabil Víkinga á síðasta ári. Víkingur dalaði árið 2022 og Breiðablik á síðasta ári.

Nú dalaði hvorugt liðið og úr verður einn mest spennandi leikur sem hefur verið spilaður á Íslandsmóti karla í áraraðir. Bæði lið hafa sýnt gríðarlegan stöðug­leika og gæði og fundið leið til að vinna leiki á ýmsa

...