Fjórir létust og fjórtán til viðbótar særðust í gær þegar ráðist var á höfuðstöðvar tyrkneska flugvélaframleiðandans Turkish Aerospace Industries, TAI, sem eru í einu af úthverfum höfuðborgarinnar Ankara
Tyrkland Mikill viðbúnaður var í nágrenni höfuðstöðvanna eftir árásina í gær og gengu herlögreglumenn um götur.
Tyrkland Mikill viðbúnaður var í nágrenni höfuðstöðvanna eftir árásina í gær og gengu herlögreglumenn um götur. — AFP/Adem Altan

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Fjórir létust og fjórtán til viðbótar særðust í gær þegar ráðist var á höfuðstöðvar tyrkneska flugvélaframleiðandans Turkish Aerospace Industries, TAI, sem eru í einu af úthverfum höfuðborgarinnar Ankara.

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fordæmdi í gær árásina og sagði hana vera „viðurstyggilegt hryðjuverk“, en Erdogan var í gær staddur í Kasan, þar sem hann fundaði með Pútín Rússlandsforseta.

Ali Yerlikaya innanríkisráðherra sagði að þrír hinna særðu væru enn í lífshættu, og að tveir árásarmenn, maður og kona, hefðu verið „tekin úr umferð“. Yerlikaya sagði jafnframt að verið væri að bera kennsl á lík árásarmannanna, en hann tjáði sig ekki um það hvort fleiri árásarmenn væru enn á

...