— Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson

Séra Kristján Arason sinnir um þessar mundir sínum síðustu embættisverkum á sunnanverðum Vestfjörðum. Á sunnudaginn kemur messar hann í síðasta skipti á svæðinu, í bili að minnsta kosti, þegar messað verður á Bíldudal í Arnarfirði.

Kristján þjónaði fyrir altari á Patreksfirði í síðasta sinn síðasta sunnudag og að guðsþjónustunni lokinni tók fréttaritari blaðsins meðfylgjandi mynd. Þar má sjá Kristján þakka sóknarbörnum samfylgdina.

Kristján hefur sinnt sóknarbörnum í Vesturbyggð í rúm sex ár og færir sig nú á Suðurlandið en hann var skipaður sóknarprestur í Suðurprófastsdæmi.

Við starfi hans tekur séra

...