Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril þegar Íslandsmótinu lýkur um komandi helgi. Hann snýr sér þá að þjálfun og verður aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá karlaliðinu

Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril þegar Íslandsmótinu lýkur um komandi helgi. Hann snýr sér þá að þjálfun og verður aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá karlaliðinu. Theodór Elmar, sem er 37 ára, lék sem atvinnumaður í 17 ár í Svíþjóð, Danmörku, Tyrklandi, Grikklandi, Noregi og Skotlandi. Lék hann 41 A-landsleik og skoraði eitt mark og tók þátt á EM 2016 í Frakklandi.

LA Lakers hafði betur gegn Minnesota Timberwolves á heimavelli, 110:103, í upphafsleik NBA-deildarinnar í körfuknattleik í fyrrinótt. Í fyrsta skipti í sögu deildarinnar léku feðgar saman á vellinum en LeBron James og sonur hans Bronny James komu saman inn á í fyrri hálfleik. Lék Bronny sinn fyrsta leik í deildinni. Anthony Davis var stigahæstur hjá Lakers með 36 stig og

...