„Hér í Þorlákshöfn hefur fjölgað mikið á síðustu árum og með þeirri hröðu þróun hefur skapast svigrúm til þess að breyta þorpi í bæ. Nýir íbúar hér eru gjarnan ungt fólk sem kallar eftir fjölbreytni í þjónustu og vill stað með iðandi mannlífi
Þorlákshöfn Miðbærinn nýi mun bera nafn með rentu; þetta er reitur í því sem næst miðjum bæ. Neðst til hægri á myndinni er heilsugæslustöð og gráa húsið fyrir enda byggingarsvæðisins er verslun Krónunnar.
Þorlákshöfn Miðbærinn nýi mun bera nafn með rentu; þetta er reitur í því sem næst miðjum bæ. Neðst til hægri á myndinni er heilsugæslustöð og gráa húsið fyrir enda byggingarsvæðisins er verslun Krónunnar. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Hér í Þorlákshöfn hefur fjölgað mikið á síðustu árum og með þeirri hröðu þróun hefur skapast svigrúm til þess að breyta þorpi í bæ. Nýir íbúar hér eru gjarnan ungt fólk sem kallar eftir fjölbreytni í þjónustu og vill stað með iðandi mannlífi. Slíkt verður í þeim nýja miðbæ sem hér verður byggður upp,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi.

Í síðustu viku voru í Þorlákshöfn kynnt drög að hönnun nýs miðbæjar þar; sagt frá skipulagi, húsagerð og fleiru slíku. Í verkefni þessu er undir miðlægur reitur í byggðarlaginu; svæði milli gatnanna Hnjúkamóa og Selvogsbrautar. Þar verða í fyrsta áfanga reistar sex byggingar. Á neðri hæðum er gert ráð fyrir verslun og þjónustu af ýmsum toga, en á efri hæðum verða íbúðir. Alls verða íbúðirnar í húsunum sex

...