Atkvæði Kosningar utan kjörfundar hefjast hinn 7. nóvember.
Atkvæði Kosningar utan kjörfundar hefjast hinn 7. nóvember. — Morgunblaðið/Ómar

Íslendingar sem dottið hafa út af kjörskrá hafa ekki kosningarétt í komandi alþingiskosningum. Samkvæmt kosningalögum skal 1. desember gilda þegar fólk lætur færa sig inn á kjörskrá eftir að hafa dottið þaðan út en nú ber svo við að alþingiskosningar verða 30. nóvember.

Íslendingar sem búsettir eru erlendis og hafa náð 18 ára aldri falla þó ekki út af kjörskrá fyrr en eftir sextán ára búsetu erlendis. Er það breyting frá því sem áður var og hefur tíminn verið lengdur um helming. Áður duttu Íslendingar erlendis út af kjörskrá eftir átta ára búsetu erlendis.

Hefðu alþingiskosningar farið fram eftir 1. desember hefði fólk í þessari stöðu getað reynt að komast inn á kjörskrá í tæka tíð, eftir 1. desember. Dagsetningin 30. nóvember var hins vegar síðasta dagsetning sem kom til greina eftir þingrof. Eftir að birt hefur verið tilkynning

...