Handknattleiksmaðurinn Sveinn Jóhannsson gekk í raðir norska stórliðsins Kolstad frá Minden í Þýskalandi fyrir tímabilið. Minden var í miklum vandræðum í B-deild Þýskalands á síðasta tímabili, á meðan Kolstad er besta lið Noregs og spilar í Meistaradeild Evrópu
Noregur Sveinn Jóhannsson spilar í Meistaradeild Evrópu með besta liði Noregs og þá er hann einnig kominn í íslenska landsliðið á nýjan leik.
Noregur Sveinn Jóhannsson spilar í Meistaradeild Evrópu með besta liði Noregs og þá er hann einnig kominn í íslenska landsliðið á nýjan leik. — Ljósmynd/Jon Forberg

Handbolti

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Handknattleiksmaðurinn Sveinn Jóhannsson gekk í raðir norska stórliðsins Kolstad frá Minden í Þýskalandi fyrir tímabilið. Minden var í miklum vandræðum í B-deild Þýskalands á síðasta tímabili, á meðan Kolstad er besta lið Noregs og spilar í Meistaradeild Evrópu.

Línu- og varnarmaðurinn var ekki lengi að samþykkja tilboð Kolstad, en hann lék með Sönderjyske og Skjern í Danmörku áður en hann gekk í raðir Minden á síðasta ári. Hann er uppalinn hjá Fjölni en lék einnig með ÍR áður en hann hélt út.

„Kolstad var búið að fylgjast með mér í svolítinn tíma, nokkur ár. Ég heyrði fyrst af því þegar ég var að spila með Sönderjyske. Þá vantaði línumann, höfðu samband við minn umboðsmann og sýndu

...