Varnarsamstarf Pistorius og Healey við undirritunina í gær.
Varnarsamstarf Pistorius og Healey við undirritunina í gær. — AFP/Justin Tallis

Varnarmálaráðherrar Bretlands og Þýskalands, þeir John Healey og Boris Pistorius, undirrituðu í gær nýtt samkomulag ríkjanna í varnarmálum, sem þeir sögðu marka „tímamót“ í hernaðarsamstarfi Breta og Þjóðverja.

Þar er meðal annars kveðið á um að þýskar P-8 kafbátaleitarvélar geti sinnt slíkri leit í Norður-Atlantshafi frá bækistöðvum í norðurhluta Skotlands, sem og að þýski vopnaframleiðandinn Rheinmetall muni opna verksmiðju í Bretlandi til þess að framleiða byssuhlaup fyrir stórskotalið úr bresku stáli.

Ríkin tvö ætla einnig að þróa saman langdræg vopn sem geta hitt skotmörk sín af mikilli nákvæmni. Þá munu breski og þýski herinn halda oftar heræfingar saman.

Ráðherrarnir sögðu einnig að samkomulagið mynda styrkja hina evrópsku stoð Atlantshafsbandalagsins gegn

...