„Við verðum að horfast í augu við það að við erum dragast aftur úr og verðum að bregðast við. Ég held að þetta sé frábært skref fyrir félagið,“ segir Ellert Scheving Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV. Vestmannaeyjabær hefur óskað eftir tilboðum í…
— Morgunblaðið/Golli

„Við verðum að horfast í augu við það að við erum dragast aftur úr og verðum að bregðast við. Ég held að þetta sé frábært skref fyrir félagið,“ segir Ellert Scheving Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV.

Vestmannaeyjabær hefur óskað eftir tilboðum í endurgerð Hásteinsvallar, hins fornfræga heimavallar ÍBV í knattspyrnu. Ráðgert er að þar verði lagt gervigras og að völlurinn verði tilbúinn fyrir næsta keppnistímabil.

ÍBV er ekki eina liðið sem hyggur á slíkar breytingar. Þórhildur Garðarsdóttir formaður KR staðfestir að stefnt sé að því að gervigras verði lagt á aðalvöll KR við Frostaskjól. Þessa dagana sé unnið að því að fá vilyrði frá Reykjavíkurborg fyrir þeirri framkvæmd. Þar með fækkar enn grasvöllum hjá stærstu knattspyrnuliðunum hér á landi. Ef að líkum lætur verður aðeins leikið á grasi á Skipaskaga á Akranesi og í Kaplakrika í Hafnarfirði í Bestu deild karla á næsta ári.

Ellert hjá ÍBV segir að tímabilið hafi lengst í báða enda og því verði

...