Matthildur Rósenkranz Guðmundsdóttir, eða Lóló Rósenkranz, fæddist 24. október 1949 í Reykjavík. „Það er himinn og haf á milli Matthildur og Lóló, en Lóló hef ég verið kölluð frá fæðingu, upphaflega af föðursystur minni og er ánægð með það…
Einkaþjálfarinn Lóló fyrir utan World Class þar sem hún starfar.
Einkaþjálfarinn Lóló fyrir utan World Class þar sem hún starfar.

Matthildur Rósenkranz Guðmundsdóttir, eða Lóló Rósenkranz, fæddist 24. október 1949 í Reykjavík. „Það er himinn og haf á milli Matthildur og Lóló, en Lóló hef ég verið kölluð frá fæðingu, upphaflega af föðursystur minni og er ánægð með það gælunafn og í reynd skírnarnafnið líka.“

Lóló er alin upp í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið á Hverfisgötu og Laugavegi. Hún gekk í Austurbæjarskóla og gagnfræðaskóla Austurbæjar. „Ræturnar mínar liggja fastar í miðbæ Reykjavíkur. Ég kom heim úr fyrsta íþróttatímanum í sjö ára bekk og tjáði foreldrum mínum að ég ætlaði að verða íþróttakennari þegar ég yrði stór. Í minningunni opnaðist eitthvað stórkostlegt fyrir mér þegar ég kom inn í íþróttasalinn í þessum fyrsta tíma. Þar með var ákvörðunin tekin og henni varð ekki haggað. Pabbi hafði þegar lagt grunninn með tíðum ferðum í sund, á skíði og á

...