Áfram er haldið frá því í gær með viðureign Ingvars Þórs Jóhannessonar (2.281), hvítt, og Olivers Jóhannessonar (2.171) en staðan kom upp í efstu deild, úrvalsdeild, fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla
Svartur á leik.
Svartur á leik.

Áfram er haldið frá því í gær með viðureign Ingvars Þórs Jóhannessonar (2.281), hvítt, og Olivers Jóhannessonar (2.171) en staðan kom upp í efstu deild, úrvalsdeild, fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Hér lék Oliver snjöllum leik: 35. … Rxg4! 36. Re6+ Dxe6! 37. Dd4+ svartur hefði náð drottningunni til baka eftir 37. Hxe6 Hh2+. 37. … Df6 38. fxg4 Dxd4 39. cxd4 Hc8 40. He3 og hér er komin upp staða sem haldið verður áfram með á morgun. Þessa dagana stendur yfir alþjóðleg skákhátíð á spænsku eynni Majorku en þrír íslenskir titilhafar taka þar þátt. Á sama tíma stendur EM taflfélaga yfir í Serbíu. Nánari upplýsingar um gang mála á þessum tveimur skákviðburðum má finna á skak.is. Á nefndum vef má einnig finna upplýsingar um þau innlendu mót sem fyrirhugað er að halda á næstunni.