Uppsetning útveggja á nýjum meðferðarkjarna Landspítalans er langt komin og er áformað að ljúka verkinu í febrúar. Meðferðarkjarninn skiptist í fimm turna eða stangir sem tengdir eru saman með millibyggingum
Meðferðarkjarni Landspítalans Unnið er að uppsetningu á útveggjum á austasta hluta byggingarinnar.
Meðferðarkjarni Landspítalans Unnið er að uppsetningu á útveggjum á austasta hluta byggingarinnar. — Morgunblaðið/Eyþór

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Uppsetning útveggja á nýjum meðferðarkjarna Landspítalans er langt komin og er áformað að ljúka verkinu í febrúar. Meðferðarkjarninn skiptist í fimm turna eða stangir sem tengdir eru saman með millibyggingum. Byggingin er átta hæðir og eru þar af tvær í sameiginlegum kjallara fyrir allt húsið. Turnarnir eru jafn háir nema miðjuturninn sem er tveimur hæðum lægri.

Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs hjá Nýjum Landspítala ohf., segir innanhússvinnu að hefjast á tveimur efstu hæðunum. Byrjað verði á tveimur vestustu turnunum, þeim fyrstu sem útveggir voru settir á, en vel gangi að þurrka húsið svo hægt sé að hefja frágang innanhúss.

Tekinn í notkun árið 2029

Nýi meðferðarkjarninn verður

...