— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Bleikur var allsráðandi á vinnustöðum landsins í gær þegar Bleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur.

Voru landsmenn hvattir til að sýna konum sem greinst hafa með krabbamein stuðning og samstöðu með því að klæðast bleiku, skreyta vinnustaðinn með bleiku eða borða jafnvel bleikan mat.

Margir Íslendingar svöruðu kallinu og mættu ýmist í glansandi, dúnkenndum eða röndóttum bleikum flíkum, sem hefur eflaust verið miserfitt að finna í fataskápum heimilanna enda ekki um algengasta fatalitinn að ræða.

Hér á myndinni má sjá starfsmenn Orkusölunnar stilla sér upp fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins með bros á vör þar sem Bleiki dagurinn var tekinn alla leið.