Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hefðu gögn undir höndum sem bentu til þess að Norður-Kóreumenn hefðu sent hermenn til Rússlands, en að ekki væri vitað hver tilgangurinn væri með veru þeirra þar
— AFP/Abdulla Al-Neyadi

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn hefðu gögn undir höndum sem bentu til þess að Norður-Kóreumenn hefðu sent hermenn til Rússlands, en að ekki væri vitað hver tilgangurinn væri með veru þeirra þar.

„Hvað eru þeir að gera nákvæmlega? Það þarf að koma í ljós,“ sagði Austin við bandaríska fjölmiðla í gær um hermennina og bætti við að ef Norður-Kóreumenn ætluðu sér að taka þátt í Úkraínustríðinu við hlið Rússa væri það mjög alvarlegt mál.

Leyniþjónusta Suður-Kóreu lýsti því yfir í síðustu viku að Norður-Kóreumenn hefðu þegar sent um 1.500 sérsveitarmenn til Rússlands til þess að taka þátt í hernaði Rússa í Úkraínu, og að jafnvel væri von á um það bil 10.000 hermönnum frá

...