Fjölskylduhjálp Íslands afhendir 800 fjölskyldum matargjafir í hverri viku og eru sjálfboðaliðarnir flestir flóttamenn án atvinnuréttinda. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins komu við í Fjölskylduhjálpinni í Iðufelli í vikunni og þá, eins og oft, var löng biðröð fyrir framan húsið
Matargjafir Margar hendur vinna létt verk og flestir sjálfboðaliðar eru flóttafólk sem fær ekki aðra vinnu.
Matargjafir Margar hendur vinna létt verk og flestir sjálfboðaliðar eru flóttafólk sem fær ekki aðra vinnu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

Fjölskylduhjálp Íslands afhendir 800 fjölskyldum matargjafir í hverri viku og eru sjálfboðaliðarnir flestir flóttamenn án atvinnuréttinda. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins komu við í Fjölskylduhjálpinni í Iðufelli í vikunni og þá, eins og oft, var löng biðröð fyrir framan húsið.

Inni í húsinu tóku sjálfboðaliðar á móti fólkinu, skráðu það og aðstoðuðu við að fylla poka af matvöru. Afgreiðslan gekk hratt fyrir sig og vinnubrögðin fumlaus. Jákvæðni og hjálpsemi sjálfboðaliðanna vakti athygli og þakklæti þeirra sem þáðu.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, stofnandi og formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, hefur starfað í þágu fátæks fólks í 29 ár. Hún segist hafa kynnst því fyrst hvað mikil fátækt ríkti á Íslandi, þegar hún

...