Magnús Ólafsson kynnti bók sína Öxin, Agnes og Friðrik á útgáfuhófi á mánudaginn var. Þar sagði hann í örstuttu máli frá sambandi Skáld-Rósu við Natan Ketilsson, meðan hún var enn gift Ólafi. Fór síðan með vísu sem hann gerði um Natan: Aldrei í skírlíf lét skína, á Skáld-Rósu leit hann sem sína

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Magnús Ólafsson kynnti bók sína Öxin, Agnes og Friðrik á útgáfuhófi á mánudaginn var. Þar sagði hann í örstuttu máli frá sambandi Skáld-Rósu við Natan Ketilsson, meðan hún var enn gift Ólafi. Fór síðan með vísu sem hann gerði um Natan:

Aldrei í skírlíf lét skína,

á Skáld-Rósu leit hann sem sína.

En Ólafur þagði,

þar til hann sagði,

þú átt víst krakkana mína.

Knattspyrnuáhugamenn þekkja vel til félagaskiptagluggans. En Gísli Gíslason sér ný not fyrir hann:

Hér staðfest er augljós staðan sú,

að stjórnmál þrífast á gruggi,

því framboðs er

...