40 ára Gunnar fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann gekk í MA og þaðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hann lauk námi í mannfræði og síðar meistaraprófi í íslenskum miðaldafræðum. „Á þessum Reykjavíkurárum stofnuðum við hjónaleysin til…

40 ára Gunnar fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann gekk í MA og þaðan lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hann lauk námi í mannfræði og síðar meistaraprófi í íslenskum miðaldafræðum. „Á þessum Reykjavíkurárum stofnuðum við hjónaleysin til fjölskyldu, ríflega tvítug að aldri, og bjuggum á Hjónagörðunum. Eins og svo margir á undan okkur og eflaust mörg ung pör síðan.“

Eftir nám flutti fjölskyldan til Orkneyja, til ársdvalar þar úti. „Saga Orkneyja er samofin sögu Norðurlanda og það var í senn framandi og afskaplega kunnuglegt landslag sem tók á móti okkur. Það verður held ég enginn svikinn af því að fá að kynnast sögu, menningu og ekki síst fólkinu á þessum einstaka eyjaklasa í Norðursjó.“ Seinna átti Gunnar eftir að snúa til baka til Bretlandseyja til að stunda þar rannsóknir á sviði heimskautafræða við

...