Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að ríkissjóður ábyrgist 90% stuðningslána sem fjármálastofnanir veiti rekstraraðilum sem stundað hafa atvinnustarfsemi í Grindavíkurbæ á tilteknu tímabili …
Grindavík Áform eru um að veita stuðningslán með ríkisábyrgð.
Grindavík Áform eru um að veita stuðningslán með ríkisábyrgð. — Morgunblaðið/Eyþór

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að ríkissjóður ábyrgist 90% stuðningslána sem fjármálastofnanir veiti rekstraraðilum sem stundað hafa atvinnustarfsemi í Grindavíkurbæ á tilteknu tímabili og orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna áhrifa jarðhræringa á Reykjanesskaga.

Í frumvarpinu segir að lánið megi rekstraraðili einungis nýta til að standa undir rekstrarkostnaði eða til að byggja upp starfsemi á nýjum stað. Ráðherra muni gera samning við lánastofnanir um lánveitinguna og hvernig staðið verður að greiðslu ábyrgðar ríkissjóðs ef til kemur.

Lagt er til að fjárhæð stuðningsláns geti numið allt að fimmtungi af tekjum rekstraraðila á rekstrarárinu 2022. Fjárhæð lánsins geti þó að hámarki numið 49 milljónum króna sem tekur mið af hámarksfjárhæð samkvæmt reglum um minniháttar

...