2019 „… maðurinn er stjarna og þeir sem kunna ekki að meta hann verða bara að una því.“ Helgi Snær Sigurðsson blaðamaður um Ed Sheeran.
Sjarmör Stórstjarnan Ed Sheeran á sviðinu á Laugardalsvellinum í kuldanum þetta ágústkvöld fyrir fimm árum.
Sjarmör Stórstjarnan Ed Sheeran á sviðinu á Laugardalsvellinum í kuldanum þetta ágústkvöld fyrir fimm árum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Baksvið

Orri Páll Ormarsson

orri@mbl.is

„Önnur eins ósköp af innfluttum tækjabúnaði og tónleikadóti og fylgja enska tónlistarmanninum Ed Sheeran hafa aldrei sést áður hér á Fróni og vafalaust hefur þeim svelgst á morgunkaffinu sem lásu um öll tonnin sem flutt voru til landsins út af einum Englendingi með gítar. Sviðið sem hann ætlar að standa á er 650 fermetrar að flatarmáli og gámarnir með dótinu 55 talsins.“

Þannig komst Helgi Snær Sigurðsson blaðamaður að orði í Morgunblaðinu í aðdraganda langstærstu tónleika Íslandssögunnar sem fram fóru á Laugardalsvellinum helgina 10.-11. ágúst 2019.

Vinsældir Sheerans riðu ekki við einteyming á þessum tíma. Hann var einn vinsælasti tónlistarmaður heims, ef ekki sá

...