Akranes ómar á laugardagskvöldið, 26. október, þegar þar er haldin tónlistarhátíðin Heima-Skagi, jafnhliða Vökudögum sem er menningarhátíð Akurnesinga. Sú hátíð er frá deginum í dag fram til 3. nóvember og er dagskrá hennar fjölbreytt
Neðri-Skagi Tónleikastaður á laugardagskvöldið og fjöldi viðburða.
Neðri-Skagi Tónleikastaður á laugardagskvöldið og fjöldi viðburða. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Akranes ómar á laugardagskvöldið, 26. október, þegar þar er haldin tónlistarhátíðin Heima-Skagi, jafnhliða Vökudögum sem er menningarhátíð Akurnesinga. Sú hátíð er frá deginum í dag fram til 3. nóvember og er dagskrá hennar fjölbreytt. „Heima-Skagi er hátíð sem hefur markað sér sess og er mörgum tilhlökkunarefni. Sérstaðan er sú að viðburðir fara fram að mestu í heimahúsum hér neðst í bænum og af því er nafnið dregið. Gestrisnin er mikil,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður sem er forsprakki og umsjónarmaður þessa viðburðar. Hann telur nú í og svo verður takturinn sleginn.

24 viðburðir á einu kvöldi

Á hátíðinni koma fram 12 listamenn eða hljómsveitir sem spila tvisvar sinnum og þá í alls 10 húsum. Viðburðir kvöldsins verða

...