Skorað er á ríkisstjórn að horfa til Norðurlands vestra og taka höndum saman með sveitarfélögum á svæðinu um framtíðaruppbyggingu svæðisins alls. Þetta segir í ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem haldið var í síðustu viku
Sauðárkrókur Fjölmennasta byggðarlagið á Norðurlandi vestra.
Sauðárkrókur Fjölmennasta byggðarlagið á Norðurlandi vestra. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Skorað er á ríkisstjórn að horfa til Norðurlands vestra og taka höndum saman með sveitarfélögum á svæðinu um framtíðaruppbyggingu svæðisins alls. Þetta segir í ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem haldið var í síðustu viku. Þar segir að fjölgun íbúa þar um slóðir hafi verið hægari en annars staðar og hagvöxtur í landshlutanum um 2% minni en landsmeðaltal gefur til kynna. Þá er framleiðsla á mann innan við 80% af landsmeðaltali og er hvergi minni.

...