Baráttusæti Ingveldur, sem er búsett undir Eyjafjöllum, er nýjasti gestur Dagmála þar sem farið er um víðan völl.
Baráttusæti Ingveldur, sem er búsett undir Eyjafjöllum, er nýjasti gestur Dagmála þar sem farið er um víðan völl.

Ingveldur Anna Sigurðardóttir vermir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa skákað tveimur sitjandi þingmönnum á kjördæmisráðsfundi síðasta sunnudag. Hún segir að hún hafi ekki endilega búist við þeirri niðurstöðu en segir Ásmund Friðriksson og Birgi Þórarinsson skilja eftir sig gott bú.

„Ég tók þessa ákvörðun að bjóða mig fram í þriðja sæti því mig langar til að starfa fyrir Suðurkjördæmi og landsmenn alla og tók því þessa ákvörðun. Ég lét það ekki trufla mig að þarna væru sitjandi þingmenn sem væru að bjóða sig fram á móti mér, en bjóst svo sem við öllu,“ segir Ingveldur sem er gestur í nýjasta þætti Dagmála.

Ingveldur er búsett undir Eyjafjöllum á bæ sem heitir Varmahlíð, en föðurfjölskylda hennar hefur búið þar í rúmlega 300 ár. Hún er 27 ára gömul og kveðst alltaf hafa haft áhuga á stjórnmálum.

...