Sú breyting hefur verið gerð á frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld, gjarnan kallað bandormur, að ríkissjóði verður heimilað að mæta mögulegum umframkostnaði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá standi veggjöld ekki undir verkefninu
Ölfusárbrú Ölfusárbrúin við Selfoss er komin til ára sinna, er orðin tæplega 80 gömul og þolir tæpast þá miklu umferð sem um hana fer á degi hverjum.
Ölfusárbrú Ölfusárbrúin við Selfoss er komin til ára sinna, er orðin tæplega 80 gömul og þolir tæpast þá miklu umferð sem um hana fer á degi hverjum. — Morgunblaðið/Karítas

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Sú breyting hefur verið gerð á frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld, gjarnan kallað bandormur, að ríkissjóði verður heimilað að mæta mögulegum umframkostnaði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá standi veggjöld ekki undir verkefninu. Hingað til hefur verið gert ráð fyrir að verkið yrði fjármagnað að fullu með veggjöldum, en að mati Ríkisábyrgðasjóðs er óvíst að það verði unnt. Af þeim sökum er ætlunin að opna á möguleika á fjármögnun á hluta verkefnisins úr ríkissjóði með þessari heimild.

Ríkisábyrgðasjóður lagði mat á fjárhagslega sjálfbærni verkefnisins, þ.e. hvort veggjöld gætu staðið undir byggingarkostnaði miðað við áætlaðan umferðarþunga um brúna. Dregnar voru upp þrjár sviðsmyndir til að varpa ljósi á þetta; háspá, grunnspá og lágspá. Samkvæmt háspánni,

...