Eitt er að vera húsasmiður og annað að vera rafvirki en það truflar ekki Alexíu Líf Davíðsdóttur, sem stefnir á að vera tvöfaldur meistari. „Það er mikil hagræðing í því að hafa réttindi í báðum greinum og það sparar mikinn tíma,“ segir þessi tvítuga Grafarvogsmær
Fjölhæfni Alexía Líf Davíðsdóttir er húsasmiður og nemi í rafvirkjun.
Fjölhæfni Alexía Líf Davíðsdóttir er húsasmiður og nemi í rafvirkjun. — Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Eitt er að vera húsasmiður og annað að vera rafvirki en það truflar ekki Alexíu Líf Davíðsdóttur, sem stefnir á að vera tvöfaldur meistari. „Það er mikil hagræðing í því að hafa réttindi í báðum greinum og það sparar mikinn tíma,“ segir þessi tvítuga Grafarvogsmær.

Mikið námsframboð er í boði að loknu grunnskólaprófi og margir eiga erfitt með að ákveða framhaldið. Alexía segist hafa verið frekar ráðvillt og sköpunargleðin hafi ráðið úrslitum um að hún valdi húsasmíði. „Alexandra Kristjana Ægisdóttir stjúpmóðir mín vissi hvað ég var handóð og stakk upp á því að ég færi í smíði. Áhuginn á að fikta leiddi mig því þessa leið og valið var algerlega rétt.“

Fjölbreytt starf

...