Jólabjór Jólin koma óvenju snemma í Vínbúðunum í ár, eða í lok október.
Jólabjór Jólin koma óvenju snemma í Vínbúðunum í ár, eða í lok október. — Morgunblaðið/Hari

Sala á jólabjór hefst í Vínbúðunum á fimmtudaginn í næstu viku, 31. október. Salan hefur aldrei hafist jafn snemma og nú. Lengi var miðað við að salan hæfist í kringum 15. nóvember en á tímum kórónuveirunnar var salan færð fram um tvær vikur til að létta landanum lund. Nú byrjar ÁTVR söluna á fimmtudegi fyrir fyrsta föstudag í nóvember og þar sem 1. nóvember er föstudagur hefst salan því í fyrsta sinn í október.

Á vef Vínbúðanna kemur fram að um 110 umsóknir um sölu á jólavörum hafi borist og sé það sambærilegt við undanfarin ár. Rétt er að taka fram að þar er bæði átt við jólabjór og ýmislegt sterkt vín. Þá er óvíst að allar þessar vörur skili sér í hillur Vínbúðanna. Í vefverslun Vínbúðanna er hægt að kynna sér úrvalið. Í gær voru 35 vörur þegar skráðar þar. hdm@mbl.is