Jörð á hverasvæðinu í Haukadal í Biskupstungum iðar nú af krafti og síðan á laugardag hefur verið meiri virkni þar en sést hefur í áraraðir. Blesi og Konungshver eru nú með öðrum svip en var og fleiri breytingar virðast nú eiga sér stað
Blesi Fylgst með framvindunni. Áður var hverinn, sem er ofar á myndinni, spegilsléttur en er nú suðupottur.
Blesi Fylgst með framvindunni. Áður var hverinn, sem er ofar á myndinni, spegilsléttur en er nú suðupottur. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl..is

Jörð á hverasvæðinu í Haukadal í Biskupstungum iðar nú af krafti og síðan á laugardag hefur verið meiri virkni þar en sést hefur í áraraðir. Blesi og Konungshver eru nú með öðrum svip en var og fleiri breytingar virðast nú eiga sér stað. „Þetta er lifandi svæði þar sem allt getur greinilega gerst,“ segir Dagur Jónsson yfirlandvörður Umhverfisstofnunar sem stendur vaktina eystra. Hann sýndi Morgunblaðsmönnum í gær staðhætti og hvernig náttúran á svæðinu hegðar sér nú.

Hverinn Strokkur sem gýs reglulega – og dregur fjölda ferðamanna á svæðið – er nú í öðrum og hraðari takti en venjulega; í gærmorgun kom hressilegt gos í hvernum og því fylgdu svo tólf slettur aðrar á tveimur mínútum. Geysir lætur þó ekkert á sér kræla.

...