Framhaldsmyndin um Jókerinn, Joker: Folie à Deux, var síðustu helgi sýnd í ríflega 11.200 kvikmyndahúsum í Kína, að því er fram kom í frétt Variety
Heimsfræg Söngkonan vinsæla Lady Gaga leikur og syngur í myndinni.
Heimsfræg Söngkonan vinsæla Lady Gaga leikur og syngur í myndinni. — AFP

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Framhaldsmyndin um Jókerinn, Joker: Folie à Deux, var síðustu helgi sýnd í ríflega 11.200 kvikmyndahúsum í Kína, að því er fram kom í frétt Variety. Hildur Guðnadóttir tónskáld samdi sem kunnugt er tónlist fyrir myndina og er hugsanlegt að tónlist eftir íslenskan listamann hafi aldrei hljómað í svo mörgum kvikmyndasölum.

Hildur fékk Óskarsverðlaunin fyrir tónlist sína í fyrri myndinni um Jókerinn í febrúar 2020. Sú mynd varð stórsmellur, halaði vel á annan milljarð bandaríkjadala í kvikmyndahúsum, og fékk almennt góðar umsagnir. Sýningar á henni voru hins vegar ekki leyfðar í kvikmyndahúsum í Kína.

Fékk mikla dreifingu

Öðru máli gegnir

...