„Ég er fæddur í Reykjavík, foreldrar mínir voru Gunnar J. Friðriksson, forstjóri sápugerðarinnar Friggjar sem afi minn stofnaði, og mamma var Elín Kaaber,“ segir Haukur Jón Gunnarsson, leikstjóri og fyrrverandi leikhússtjóri í…
Eiginmaðurinn „Hér erum við maðurinn minn, Melroy Desylva. Hann vinnur í ferðamálum á Indlandi,“ segir Haukur.
Eiginmaðurinn „Hér erum við maðurinn minn, Melroy Desylva. Hann vinnur í ferðamálum á Indlandi,“ segir Haukur.

Viðtal

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Ég er fæddur í Reykjavík, foreldrar mínir voru Gunnar J. Friðriksson, forstjóri sápugerðarinnar Friggjar sem afi minn stofnaði, og mamma var Elín Kaaber,“ segir Haukur Jón Gunnarsson, leikstjóri og fyrrverandi leikhússtjóri í Kautokeino, að öllum líkindum eina mannveran í heimi hér sem talar íslensku, japönsku og samísku jöfnum höndum. Blaðamaður tekur ábendingum um annað feginshendi gegn því að viðkomendur séu klárir í viðtal um stórmerkin.

Haukur átti eftir að gera heldur víðreist um sína daga, en við byrjum innst í víðáttumiklum hring og þar er það Vogahverfið sem uppfóstraði leikstjórann við sitt brjóst í hópi alls sjö systkina.

„Ég kynntist leikhúsi

...