Knattspyrnukonan Ásdís Karen Halldórsdóttir hefur lent í ýmsu á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku en hún gekk til liðs við Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í desember á síðasta ári eftir fjögur tímabil í herbúðum Vals þar sem hún varð þrívegis Íslandsmeistari
Noregur Ásdís Karen Halldórsdóttir vonast til þess að fá tækifæri í vináttulandsleikjunum gegn Bandaríkjunum.
Noregur Ásdís Karen Halldórsdóttir vonast til þess að fá tækifæri í vináttulandsleikjunum gegn Bandaríkjunum. — Ljósmynd/Lilleström

Noregur

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Knattspyrnukonan Ásdís Karen Halldórsdóttir hefur lent í ýmsu á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku en hún gekk til liðs við Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í desember á síðasta ári eftir fjögur tímabil í herbúðum Vals þar sem hún varð þrívegis Íslandsmeistari.

Ásdís Karen, sem er 24 ára gömul, hefur leikið 19 leiki með Lilleström í deildinni á tímabilinu og skorað í þeim þrjú mörk, ásamt því að leggja upp tvö mörk fyrir liðsfélaga sína.

Lilleström er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með 39 stig en alls hafa fjögur stig verið dregin af liðinu í sumar vegna fjárhagsörðugleika félagsins.

„Ég er nokkuð sátt með þetta allt

...