Sókn Jón Dagur Þorsteinsson í baráttunni gegn Wales í október.
Sókn Jón Dagur Þorsteinsson í baráttunni gegn Wales í október. — Morgunblaðið/Eyþór

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fer upp um eitt sæti á styrkleikalista FIFA frá því á síðasta lista, en nýr listi var kynntur í gær. Ísland er nú í 70. sæti, einu sæti ofar en Norður-Írland og sæti neðar en Norður-Makedónía. Íslenska liðið gerði jafntefli, 2:2, gegn Wales og tapaði fyrir Tyrklandi, 4:2, í síðasta landsleikjaglugga. Fóru báðir leikir fram á Laugardalsvelli. Íslenska liðið var í 67. sæti listans í ársbyrjun 2023 og fór niður í 73. sætið í febrúar á þessu ári.