Sigríður Steingrímsdóttir fæddist á Búðarhóli, Kleifum, Ólafsfirði 20. nóvember 1933. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 14. október 2024.

Foreldrar hennar voru Steingrímur Baldvinsson, f. 28.4. 1894, d. 5.4. 1985, og Sólrún Sigvaldadóttir, f. 20.10. 1907, d. 1.11. 1998.

Systur Sigríðar voru Sigríður Anna, f. 21.7. 1930, d. 8.10. 1931, og Hulda Brynja, f. 6.8. 1932, d. 6.10. 2019.

Sigríður hlaut hefðbundna menntun í heimabyggð og stundaði síðan nám við Húsmæðraskólann á Löngumýri. Sigríður starfaði á yngri árum m.a. við fiskvinnslu og saumaskap en hóf síðar starf á leikskóla þar sem hún vann út starfsævina.

Árið 1968 giftist Sigríður
Þórarni Guðmundssyni menntaskólakennara, f. 4.5. 1936, d. 6.8. 1991. Þórarinn var sonur

...