Manchester United er enn í leit að sínum fyrsta sigri í deildarkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla eftir að liðið gerði jafntefli við Fenerbahce, 1:1, í Istanbúl í Tyrklandi í gærkvöldi. United hefur nú gert jafntefli í öllum þremur…
Evrópa Lærisveinar Eriks ten Hags í Man. United hafa ekki byrjað vel.
Evrópa Lærisveinar Eriks ten Hags í Man. United hafa ekki byrjað vel. — AFP/Glyn Kirk

Manchester United er enn í leit að sínum fyrsta sigri í deildarkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla eftir að liðið gerði jafntefli við Fenerbahce, 1:1, í Istanbúl í Tyrklandi í gærkvöldi. United hefur nú gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í deildarkeppninni til þessa og er með þrjú stig í 21. sæti. Í gærkvöldi kom Christian Eriksen gestunum yfir á 15. mínútu áður en Youssef En Nesyri jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks.