„Þetta hefur fengið ótrúlegar viðtökur. Strax fyrsta daginn var fólk byrjað að hringja og biðja um að fá að færa afhendingarstaðinn.“ Þetta segir Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu hjá Þjóðskrá, en frá því á mánudag hefur…
Þjónusta Júlía og Sigurður fr.kv.stj. Hagkaups með fyrstu skilríkin.
Þjónusta Júlía og Sigurður fr.kv.stj. Hagkaups með fyrstu skilríkin. — Ljósmynd/Þjóðskrá

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

„Þetta hefur fengið ótrúlegar viðtökur. Strax fyrsta daginn var fólk byrjað að hringja og biðja um að fá að færa afhendingarstaðinn.“

Þetta segir Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu hjá Þjóðskrá, en frá því á mánudag hefur landsmönnum staðið til boða að sækja vegabréf og nafnskírteini í verslun Hagkaups í Skeifunni, allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.

„Í dag er á 90% allra umsókna beðið um að sækja í Skeifuna og í gær voru það 78% ef ég man rétt,“ segir Júlía.

Þjóðskrá er til húsa á þriðju hæð í Borgartúni og þar eru örfá bílastæði sem öll eru gjaldskyld. Afgreiðslan er lítil og aðeins er opið frá tíu til þrjú á daginn. Í

...