Vinkonurnar Matthildur Atladóttir, Laufey Hrefna Theodórsdóttir, Halldóra Guðrún Johnson og Anna Jakobína Hjaltadóttir stofnuðu litla búð fyrir utan Melabúðina og seldu alls kyns hluti til styrktar börnum á Gasa

Vinkonurnar Matthildur Atladóttir, Laufey Hrefna Theodórsdóttir, Halldóra Guðrún Johnson og Anna Jakobína Hjaltadóttir stofnuðu litla búð fyrir utan Melabúðina og seldu alls kyns hluti til styrktar börnum á Gasa.

Með þeim á myndinni er bróðir Matthildar, Vésteinn Kári Atlason, sem var sérstakur aðstoðarmaður vinkvennanna í búðinni.

Hópurinn afhenti Rauða krossinum afraksturinn, 13.863 kr. Rauði krossinn þakkar þeim kærlega fyrir framlag þeirra í þágu mannúðar.