„Þetta var ólýsanleg tilfinning,“ sögðu fimleikakonurnar og Evrópumeistararnir Guðrún Edda Sigurðardóttir og Helena Clausen Heiðmundsdóttir í Dagmálum. Kvennalið Íslands í hópfimleikum fagnaði sigri á Evrópumótinu í Bakú í Aserbaídsjan…
Hópfimleikar Guðrún Edda og Helena Clausen eru Evrópumeistarar.
Hópfimleikar Guðrún Edda og Helena Clausen eru Evrópumeistarar.

„Þetta var ólýsanleg tilfinning,“ sögðu fimleikakonurnar og Evrópumeistararnir Guðrún Edda Sigurðardóttir og Helena Clausen Heiðmundsdóttir í Dagmálum.

Kvennalið Íslands í hópfimleikum fagnaði sigri á Evrópumótinu í Bakú í Aserbaídsjan um síðustu helgi en liðið fékk 53.850 stig, 0,450 stigum meira en Svíþjóð. Þetta var í fjórða sinn sem kvennalandslið Íslands í hópfimleikum verður Evrópumeistari en liðið varð síðast Evrópumeistari árið 2021 í Guimaraes í Portúgal.

„Við horfðum stjarfar á stigatöfluna. Það eina sem við vorum að hugsa var hvort við myndum lenda í öðru sæti eða fara upp fyrir Svíþjóð,“ sagði Helena. „Ég fæ enn þá titringinn yfir mig þegar ég hugsa um þetta augnablik,“ bætti Guðrún Edda við.