Ríkisstjórnir hafa ítrekað brugðist þegar kemur að forgangsröðun á sama tíma og skipaðar eru nefndir, útbúin ráð og haldnar glærusýningar.
Guðmundur Ingi Þóroddsson
Guðmundur Ingi Þóroddsson

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Atburðir síðastliðinna daga hafa afhjúpað djúpstæðan vanda í meðferðarkerfi barna og ungmenna hér á landi. Í skugga þess að 17 ára piltur lét lífið á meðferðarheimilinu Stuðlum vakna alvarlegar spurningar um getu og skipulag stjórnvalda til að takast á við sívaxandi þörf fyrir meðferðarúrræði. Þessi atburður kemur ekki á óvart þegar litið er til þess álags sem kerfið hefur lengi þurft að þola. Mikil aukning í ofbeldi ungmenna, hegðunarvanda, hnífstungumálum og skotárásum eru vísbendingar um að samfélagið standi frammi fyrir stærra vandamáli en nokkru sinni áður. Þörf er á aðgerðum því að sú stefna sem rekin hefur verið, með sveltistefnu og glærusýningum, virkar ekki.

Fréttir af dauðsfalli barns og alvarlegum áverkum á starfsmanni Stuðla eru aðeins toppurinn á ísjakanum. Stuðlar, eitt af fáum úrræðum fyrir börn með

...