Gerillinn er sloppinn úr landi og eflaust eru það útlendingar sem mest hagnast á að selja skyrið okkar.
Þórir S. Gröndal
Þórir S. Gröndal

Þórir S. Gröndal

Þegar ég var unglingur vissi ég fátt betra til matar en skyr. Hangikjöt var náttúrlega dásamlegt, en það fékk maður ekki nema á jólum og páskum. En skyr var hversdagsmatur og borðuðum við það tvisvar og stundum þrisvar í viku. Ég held að ég hafi verið ein mesta skyrætan í öllum Vesturbænum. Mamma taldi það líklegt og sagði að af öllum sjö systkinunum borðaði ég langmest af skyrinu.

Á þeim árum voru það bara hinir efnuðustu sem voru komnir með kæliskápa svo allir hinir urðu að kaupa í matinn á hverjum degi. Matseðill vikunnar hjá okkur var oftast svipaður. Á mánudögum var soðin ýsa og skyr og á þriðjudögum soðnar pylsur og bjúgu og kókósúpa. Soðið lambakjöt var á boðstólum á miðvikudögum, annaðhvort kjötsúpa eða lamb í karrí með brauðsúpu á eftir. Svo kom pönnusteiktur þorskur á fimmtudögum og skyr. Á föstudögum voru oftast

...