— Skjáskot/YouTube

Auðkýfingurinn Bryan Johnson hefur notað sjálfan sig sem tilraunadýr í þeirri viðleitni sinni að hægja á öldrun og yngja sig og ræðir meðferðir sínar í nýlegu YouTube-myndbandi. Þær hafa þó leitt til alvarlegra aukaverkana. Hann notar háþróaðar vísindarannsóknir, m.a. byggðar á tilraunum á músum, til að kanna möguleika á að snúa við öldrunarferlinu. Tilraunir hans eru umdeildar meðal vísindamanna, sem hafa lýst efasemdum um virkni þessara aðferða hjá mönnum en margir vonast þó til að tilraunirnar geti leitt til nýrra uppgötvana. Nánar á K100.is.