Afturelding vann góðan útisigur á Stjörnunni, 36:29, í 8. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í gærkvöldi. Mosfellingar eru komnir með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Íslandsmeisturum FH en liðin mættust…
Drjúgur Ihor Kopyshynskyi skoraði sjö mörk þegar Afturelding náði tveggja stiga forskoti á toppi úrvalsdeildarinnar í Garðabæ í gærkvöldi.
Drjúgur Ihor Kopyshynskyi skoraði sjö mörk þegar Afturelding náði tveggja stiga forskoti á toppi úrvalsdeildarinnar í Garðabæ í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Handboltinn

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

Afturelding vann góðan útisigur á Stjörnunni, 36:29, í 8. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í gærkvöldi. Mosfellingar eru komnir með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Íslandsmeisturum FH en liðin mættust einmitt í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í vor, og mætast um næstu helgi í stórleik umferðarinnar. Stjarnan er ekki í eins góðum málum en liðið er með sjö stig í 8. sæti.

Stjarnan skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins en Afturelding næstu þrjú. Mosfellingar náðu þó góðri forystu fyrir lok fyrri hálfleiksins og héldu henni mestallan leikinn. Ihor Kopyshynskyi og Þorvaldur Tryggvason skoruðu sjö mörk hvor í liði Aftureldingar en Árni Bragi Eyjólfsson og Hallur Arason skoruðu fimm. Hjá Stjörnunni

...