Inga Dadda Karlsdóttir fæddist 21. ágúst 1954. Hún lést 5. október 2024.

Útför hennar fór fram 23. október 2024.

Inga Karlsdóttir íslenskufræðingur var einlægur aðdáandi Jónasar Hallgrímssonar og var dagur íslenskrar tungu 16. nóvember mikill hátíðisdagur í huga hennar. Hún sá til þess, að íslenski fáninn væri dreginn að húni fyrir framan Menntaskólann í Kópavogi á þeim degi.

Það var fljótlega eftir að ég kynntist Ingu haustið 1990, að ég fór að átta mig á hæfileikum hennar og krafti, bæði í samskiptum við nemendur og samstarfsfólk. Áhugi hennar á að miðla og stuðla að góðri notkun móðurmálsins var samofinn góðum hæfileikum hennar til að höfða til fólks með vinsemd og glaðværð. Hún lét sér mjög annt um unga nemendur sína og þeirra velferð og það duldist engum, hversu vel hún náði til þeirra. Sem

...