„Það sem ég vil fá út úr þessu verkefni er fyrst og fremst að við bætum okkar leik,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu í Víkinni í gær
Vináttuleikir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari vill sjá íslenska liðið halda áfram að bæta sig í því skyni að komast nær getustigi liða á við Pólland.
Vináttuleikir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari vill sjá íslenska liðið halda áfram að bæta sig í því skyni að komast nær getustigi liða á við Pólland. — Morgunblaðið/Karítas

Landsliðið

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

„Það sem ég vil fá út úr þessu verkefni er fyrst og fremst að við bætum okkar leik,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu í Víkinni í gær.

Ísland á fyrir höndum tvo vináttulandsleiki gegn Póllandi. Sá fyrri fer fram í kvöld í íþróttahúsi Fram í Úlfarsárdal og sá síðari fer fram á Selfossi á morgun.

„Ég vil að við séum enn þá að vinna í því að bæta okkar leik í vörn og sókn og séum að slípa okkur saman. Við viljum spila þennan leik þannig að við séum að nálgast lið eins og öflugt lið Póllands,“ sagði Arnar um þær væntingar sem hann hefur til

...