Ráðherra og forstjóri á verkstað.
Ráðherra og forstjóri á verkstað.

Framkvæmdir eru hafnar við fyrsta vindorkuver landsins. Búrfellslundur, eða Vaðölduver, verður á 17 ferkílómetra svæði í kringum Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Fulltrúar sveitarfélagsins, Borgarverks, verkfræðistofunnar COWI og Landsvirkjunar fögnuðu þessum áfanga sl. miðvikudag.

Við þetta tilefni heimsótti Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verkstað við Vaðöldu. Á svæðinu er vegavinna og innviðauppbygging hafin, veglagning og undirbúningur fyrir uppsetningu vinnubúða, segir m.a. á vef Landsvirkjunar.