Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að tilraunir vesturveldanna til þess að valda Rússum ósigri í Úkraínu væru byggðar á „tálsýn“ og vanþekkingu á sögu Rússlands. Ummælin féllu á lokadegi leiðtogafundar BRICS-ríkjanna í Kasan í Rússlandi, þar sem um 20 þjóðarleiðtogar komu saman
BRICS Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gæðir sér hér á rússnesku kruðeríi við komuna til Rússlands. Guterres ávarpaði í gær fund BRICS-ríkjanna og fundaði svo í einrúmi með Pútín Rússlandsforseta.
BRICS Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gæðir sér hér á rússnesku kruðeríi við komuna til Rússlands. Guterres ávarpaði í gær fund BRICS-ríkjanna og fundaði svo í einrúmi með Pútín Rússlandsforseta. — AFP/Pelagia Tikhonova

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að tilraunir vesturveldanna til þess að valda Rússum ósigri í Úkraínu væru byggðar á „tálsýn“ og vanþekkingu á sögu Rússlands. Ummælin féllu á lokadegi leiðtogafundar BRICS-ríkjanna í Kasan í Rússlandi, þar sem um 20 þjóðarleiðtogar komu saman.

Skömmu áður en Pútín ávarpaði BRICS-fundinn samþykktu þingmenn rússnesku dúmunnar einróma að staðfesta varnarsamning Rússlands við Norður-Kóreumenn, en þar er kveðið á um að ríkin veiti hvort öðru aðstoð ef ráðist verði á annað þeirra. Samningurinn verður nú sendur til efri deildar Rússaþings, alríkisráðsins, til endanlegrar samþykktar.

Norður-Kóreumenn hafa samkvæmt heimildum vesturveldanna sent um 3.000 hermenn til Rússlands, og er talið að

...